BGS gæðavottun

BGS staðall – BGS gæðavottun

BSI á Íslandi sér  um vottun og úttektir á stjórnkerfum verkstæða í umboði Bílgreinasambandsins samkvæmt kröfum BGS staðalsins. Markmið vottunar er að auka gæði þjónustu og ánægju viðskiptavina bifreiðaverkstæða, vélaverkstæða, málningar-verkstæða, réttingarverkstæða, smurstöðva, söluaðila notaðra varahluta og rúðuverkstæða.

Með vottun skuldbinda fyrirtæki sig til að bæta þjónustu og auka ánægju viðskiptavina með stöðugum umbótum. Reglubundnar úttektir BSI á Íslandi eru til þess fallnar að hafa eftirlit með því að svo sé.

Ávinningur BGS gæðavottunar

BGS gæðavottun eykur ánægju viðskiptavina, starfsmanna og verkstæða

Ávinningur verkstæða

• Ábyrgðin og kröfurnar gagnvart viðskiptavinunum eru þekktar og skýrar
• Vinnuferlin verða markvissari, eykur framleiðni og minnkar kostnað
• Reglubundið og uppbyggjandi ytra eftirlit með starfseminni
• Markvissar úrbætur á því sem betur má fara s.s. vegna kvartanna
• Gullið tækifæri til að bæta þjónustuna og örva viðskiptin
• Verkstæðið sýnilegra og meira áberandi en áður
• Virðing fyrir verkstæðinu eykst út á við
• Starfsánægja og sjálfsvirðing eykst

Ávinningur viðskiptavinina

• BGS-vottun hjálpar þeim að meta hvaða verkstæði er best að velja
• BGS-vottun sýnir vilja verkstæðisins til að tryggja góða þjónustu
• Kvörtunum viðskiptavina er vel tekið og brugðist við þeim
• Áætlaður tími viðgerða stenst (nema ný atriði komi upp)
• Þjónustan er vel skilgreind og í hverju hún er fólgin
• Þeir fá fast tilboð í kostnaðarmat á viðgerð
• Þeir fá betri og jafnari þjónustu
• Viðgerðin er undir innra eftirliti

Fjöldi verkstæða með BGS gæðavottun

Lista yfir verkstæði með BGS vottaða þjónustu má finna hér. Um er að ræða bifreiða- véla- málningar- og réttingarverkstæði, söluaðila notaðra varahluta og rúðuverkstæða. Stöðugt bætast fleiri fyrirtæki í þennan hóp og ástæðan sú að fyrirtæki hafa séð hag sínum betur borgið með því að vinna eftir þessari gæðavottun. Með henni eru allir verkferlar, unnir eftir gæðahandbók svo að viðskiptavinurinn á að geta treyst því að unnið sé fagmannlega og eftir öllum stöðlum. Öll samskipti við viðskiptavininn eru skráð og rekjanleg. Upplýsingastreymi til viðskiptavinarins er tryggt á meðan bíllinn er í viðgerð.

BGS vottun er gullið tækifæri til að bæta þjónustuna á 
hagkvæman og þægilegan hátt og örva viðskiptin

Allar nánari upplýsingar um innleiðingu á BGS staðlinum færðu á skrifstofu okkar í síma 414 4444 eða sendir okkur fyrirspurn á info@bsiaislandi.is.

Til að nálgast eintak af BGS staðlinum vinsamlegast skráið inn nafn fyrirtækis og netfang.