NMi CERTIN B.V á Íslandi
Úttektir ehf. er umboðsaðili NMi CERTIN B.V á Íslandi og getur veitt alla þá þjónustu sem NMi hefur upp á að bjóða, bæði með íslenskum sem og erlendum sérfræðingum.
NMi CERTIN B.V (Nederlands Meetinstituut) er hollenskt fyrirtæki sem var stofnað 1989 þegar mælifræðistofnun ríkisins var einkavædd. Starfsemi NMi er umfangsmikil og snertir nánast öll svið lögmælifræði svo sem vogir, rennslismæla, forpakkaða vöru, orkumæla auk netöryggis.
NMi er í eigu LLCP (Levine Leichtman Capital Partners).
Til viðbótar starfsemi NMi í Hollandi og á Íslandi er m.a. boðið upp á þjónustu NMi í Bretlandi og Kína. Þar að auki tekur NMi virkan þátt í samstarfi á sviði mælifræði á alþjóðavettvangi og má þar nefna þátttöku í WELMEC (samstarf um lögmælifræði í Evrópu) og OIML (Alþjóða lögmælifræðistofnunin).
Kvörðunarþjónusta sem er í boði hjá NMi og VSL er víðtæk og má nefna kvörðunarþjónustu á eftirfarandi sviðum:
- Átak: Frá 0.2 N – 16,5 MN
- Efnafræði: Búnaður til efnagreininga s.s. viðmiðunargas, massagreinar og litrófsmælar
- Geislun: Cobalt-60 og Cesium-137. Röntgengeislar, spenna frá 10kV til 320kV.
- Hitastig: Hitamælar frá -273°C til +3000°C
- Hraðamælingar: Frá 0 km/h – 250 km/h
- Lengdarmælingar og horn: 1, 2 eða 3 víðar mælingar, µm – 50 m
- Ljós: Ljósgjafar og -nemar, orkunotkun ofl 530 nm – 577 THz
- Massi: Kvörðun lóða í flokki M1 til E1
- Rafmagn: Mælar frá nV upp í kV. Tíðnisvið frá DC upp í 50 GHz. Orkumælar.
- Raki: Rakamælar og daggarmarksmælar
- Rennsli og rúmmál: Frá 1mL – 30.000L og 0.001 m3/h – 400 m3/h
- Seigja
- Tími
- Viðmiðunarefni: Mælar fyrir hörku efnis 0,2 N – 29,42 kN
- Þrýstingur: -0,005 bar til 5.000 bar
NMi er tilnefndur aðili (Notified Body) af Evrópusambandinu númer 0122.