Samræmismat
Ósjálfvirkur og sjálfvirkur vogarbúnaðar sem er nýr á markaði hér á landi eða er nýr á markaði Evrópska efnahagssvæðisins, þarf að standast samræmismat. Þetta á einnig við um notaðan vogarbúnað sem er framleiddur utan Evrópska efnahagssvæðisins og á að nota eða selja innan þess.
Samræmismat felst í ítarlegri prófun á vog sem aðeins tilnefndir aðilar mega framkvæma. NMi er tilnefndur aðili (Notified Body) af Evrópusambandinu númer 0122.
Þegar gerð er krafa um að notuð sé löggilt vog þarf hún að standast samræmismat áður en hann er tekinn í notkun.
Eftir að vog hefur staðist samræmismat þarf að löggilda hana með reglulegu millibili til að staðfesta að hún uppfylli enn kröfur.
Sem umboðsaðili NMi á Íslandi getum við hjálpað aðilum að markaðssetja vogir í Evrópu með því að framkvæma samræmismat samkvæmt kröfum reglugerðar. Samræmismatið sýnir fram á það hvort grunnkröfur tilskipana 2014/31/ESB og 2014/32/ESB hafi verið uppfylltar.
Samræmismatsstofa: Stofa sem annast samræmismat, þ.m.t. kvörðun, prófun, vottun og eftirlit.